sjötíu bragandi dúfur
sjötíu bragandi dúfur kom út í október 2024. Hún er tíunda ljóðabók Garibalda. Í bókinni eru 38 ljóð sem lýsa sambandi hans við yngsta bróður hans, þeim erfiðu aðstæðum sem þeir alast upp við, kærleikanum milli þeirra og áfallinu þegar bróðirinn deyr aðeins sautján ára með allt lífið framundan. Síðari hluti ljóðaflokksins lýsir sorg og upprisu ljóðmælanda þegar hann snýr harmi í sigur og finnur ást til lífsins.
Í bókinni eru m.a. ljóðin „hvolf“ og „segðu satt“ sem hlutu 1. og 2. verðlaun í ljóðasamkeppni Ljósberans haustið 2023. Dómnefnd hrósaði fyrra ljóðinu fyrir að fanga spurningar um möguleika og hlutverk hvítvoðungs og sagði það varpa „ljósi á umkomuleysi og ábyrgð mannsins í þeim heimi sem hann fæðist í“. Dómnefndin kallaði „segðu satt“ áleitið ljóð sem spyrði erfiðra spurninga um lífið og dauðann, hvort líf væri eftir dauðann og „til hvers lifum við og til hvers deyjum við?“
Hægt er að kaupa bókina hér, en einnig fæst hún i nokkrum verslunum Pennans og í Bókabúð Forlagsins.