Sporar
Jacques Derrida: Sporar. Stílar Nietzsches. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. 2003.
94 bls.
Þýðandi: Garðar Baldvinsson
Ritstjóri: Torfi H. Tulinius
Í Sporum. Stílum Nietzsches tengir Jacques Derrida spurningar um kynferði, kynhneigð, stjórnmál, skrif, æxlun, dauða og jafnvel veðrið á frumlegan og opinskáan hátt saman við ítarlega greiningu á þeirri ögrandi arfleifð sem Nietzsche lét nútímanum eftir.
Nietzsche er iðulega gagnrýndur fyrir andúð á konum. Sporar er því viðeigandi nafn á þessari bók þar sem afbygging Derrida á merkingum Nietzsches hvetur lesendur örugglega sporum til frekari hugsunar og gagnrýni, ekki síst varðandi spurninguna um stílinn.
Að margra dómi er Sporar auðlesnasta bók Derrida sem oft hefur verið gagnrýndur fyrir málaflækjur. Stílbrögð Derrida minna hér jafnvel á listdans með hugtök og penna. Hér býður Derrida upp í dans um innlendur heimspekingsins sem týndi regnhlífinni sinni en kvað skrif sín spretta úr móðurlífi hugans.
Garðar Baldvinsson, formáli: Meyjarhaft Derrida.