Í garðinum mínum vex eitt barrtré rætur þess teygja sig langt undir yfirborðið tréð er nú drungalegt ásýndum það er nótt og barrið virðist illa borið dökkt og dimmgrænt hjúpað myrkrinu ég snart það fingrum og stakk mig hörkklaðist undan hræddur og reiður undan yfirborðinu barst hlátursbylgja svo jörðin nötraði og mér varð ómótt skelfilegar eru rætur þínar tré mitt því við erum eitt.