Ljóð

Garibaldi hefur gefið út níu ljóðabækur. Hann fékk styrk úr Höfundasjóði RSÍ til að vinna helgust árið 2019 og sérstaka viðurkenningu Bókmmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar árið 2000 fyrir handritið að bókinni sjónbaugar sem kom út sama ár.

helgustur (2020) fjallar um ævi manns sem lendir á glapstigum sem barn og er sendur í sveit á nokkra bæi þar sem margvíslegt ofbeldi er allsráðandi. Kynferðisofbeldið brenglar hugmyndir hans um tengsl kynjanna og lífið almennt eru allbrenglaðar.

Útgefandi er LEÓ Bókaútgáfa. Verð kr. 3.490.

Kaupa eintak frá LEÓ.

 

 

smávinir fagrir foldarskart (2019) fjallar um Kína, alþýðu þess, menningu og sögu en Garibaldi heimsótti borgina Gvangsjó þar í landi árið 2007. Í bókinni er nokkrum undrastöðum lýst og gefin mynd af einni fjölskyldu í þremur kynslóðum ásamt umfjöllun um Maó Zedong og arfleifð hans.
Titill bókarinnar er fenginn úr Hulduljóðum Jónasar Hallgrímssonar sem lætur Eggert Ólafsson mæla þau orð en hann er þar í hlutverki landsföðurins mikla eins og Maó í kínverskri menningu. Ljóðin eru afar gagnrýnin á ástand mála í þessu stóra ríki sem byggir á kapítalisma og kommúnisma í senn, hefur skapað alþýðunni rúm kjör á efnahagssviðinu en einkar kröpp hvað málfrelsi og mannréttindi varðar. Ljóðin sýna einnig hvað kínversk alþýða og íslensk eiga margt sameiginlegt.
Garibaldi hannaði kápuna með myndinni „Dauði Eggerts Ólafssonar“ eftir I. Haas frá 1769.
Panta eintak…

drengmóður (2007) er enn frekari umfjöllun um bernsku skáldsins og kallar upp gamlar slóðir þar sem borg og sveit mætast í bæjarlandinu ekki síst í kringum Elliðaár og hraunið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
Ljóðin rifja upp bernskutíð skáldsins og draga fram myndir af Reykjavík, ekki síst mótum borgar og sveitar, yss og kyrrðar, en einnig hættur vatnsfalla og hrauns. Guðstrú fær hér meira rúm en í fyrri bókum. Vísað er í margvíslega atburði í heiminum, t.d. geimkapphlaup og lendingu á tunglinu, morð frægs fólks og fleira.
Garibaldi tók myndir á kápu og hannaði bókina alla. Meira…

 

órans vængir (2006) er ljóðrænt myndasafn af hugsunum og sýnum sem gætu jafnvel kallast órar, ímyndanir án tengsla við hefðbundinn veruleika. Jafnframt er vikið að einangrun þeirra sem taldir eru veikir á geði, en einnig harkalegri meðferð samfélagsins á listafólki sem ekki fellur að viðurkenndum hugmyndum. Þessi sjötta ljóðabók Garibalda sýnir sem fleiri bækur hans mikið vald á tungunni og skáldskaparmálinu. Hér eru ljóð um dárabáta, órans vængi, listina, þrána og ástina, og minnst á ýmsa samtímaatburði.

Mynd á kápu er eftir Garibalda. Meira…

órans vængir (2006) er ljóðrænt myndasafn af hugsunum og sýnum sem gætu jafnvel kallast órar, ímyndanir án tengsla við hefðbundinn veruleika. Jafnframt er vikið að einangrun þeirra sem taldir eru veikir á geði, en einnig harkalegri meðferð samfélagsins á listafólki sem ekki fellur að viðurkenndum hugmyndum. Þessi sjötta ljóðabók Garibalda sýnir sem fleiri bækur hans mikið vald á tungunni og skáldskaparmálinu. Hér eru ljóð um dárabáta, órans vængi, listina, þrána og ástina, og minnst á ýmsa samtímaatburði.

Mynd á kápu er eftir Garibalda. Meira…

Í mátti borgin ekki vera rúðustrikað blað (2003) ákallar Garibaldi myndlistarkonuna Rósku en í ljóðunum er tekið á samfélagsmeinum eins og græðgi, hernaðarbrölti og ofbeldi en einnig ástinni og tengslum barns og foreldra. Þrjár kynslóðir í borginni varpa ljósi á sögu hennar og þróun úr litlum bæ í borg með einsleitum úthverfum.

Ljóðin vefa saman minningar skáldsins og efni úr reynslu listakonunnar Rósku sem er ávörpuð í næstum hverju ljóði. Byggir það efni á bókinni Róska sem kom út árið 2000 og Hjálmar Sveinsson ritstýrði en Nýlistasafnið gaf út. Meira …

Í sjónbaugum (2000) ber meira á hugleiðingum um myndir sem fyrirbæri en einnig er þar í auknum mæli leikið með tungumálið og hljóm þess. Fjallað er um átakamikla reynslu af að missa ástvin fyrir borð í sjóinn en einnig dregnar upp myndir af fögru landslagi og glímt við tímann. Handritið hlaut sérstaka viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar.

Ljóðin skiptast í 5 kafla og fjalla m.a. um landslag í Kanada og á Íslandi, um tímann og dauðann, um samband manns við aðrar manneskjur, kynhneigð og firringu. Meira…

Í sjónhimnum (1997) fjallar Garibaldi m.a. um veru sína í Kanada og stöðu útlendings í framandi menningu, en hann dvaldist þar í landi við nám um fimm ára skeið. Að þessu leyti minna ljóðin á skrif Vestur-Íslendinga á 19. og 20. öld. Í ljóðum sínum vinnur Garibaldi nokkuð með vísanir í fyrri bókmenntir, bæði innlendar og erlendar, til að skapa slíka spennu. Ljóðin voru kölluð vegaljóð og vöktu nokkra athygli.

Meira…

Vegferð í myrkri (1983) er fyrsta ljóðabók mín og kom út 1983. Hún ber skýr merki þess að vera fyrsta bók, myndmál og umfjöllunarefni óþroskuð. Fjallar einkum um myrka æsku skáldsins.

Meira…

Um myndir og hönnun bókanna

Helgi Örn Helgason léði myndir í ljóðabækurnar Vegferð í myrkri og höfðaborg. Auk þess á hann kápumyndir á fleiri bókum Garibalda.
     Helgi útskrifaðist úr Myndlistar- og handíðaskólanum í Reykjavík 1986 og hefur síðan stundað myndlist, bæði málverk og teikningar. Hann hefur lengstum búið í Svíþjóð, fyrst í Järna skammt suður af Stokkhólmi en býr nú í Lundi í Svíþjóð. Helgi heldur úti vef um myndlist sína sem er aðgengilegur hér.
     Í myndunum í Vegferð í myrkri beitti Helgi Örn þeirri aðferð að styðjast við myndbyggingu í japönsku letri, og teiknaði slíkar myndir á hverja síðu í mörgum símaskrám. Sýna flestar myndir bókarinnar því einnig fjölda nafna og símanúmera.
     Helgi hefur haldið nokkrar sýningar í Reykjavík og Stokkhólmi. Hann hefur einnig leikið á saxófón og spilað á mörgum stöðum í Svíþjóð og víðar í Evrópu.

Garibaldi og Helgi kynntust á sjálfsstyrkingarnámskeiðum árið 1983 og hafa verið vinir síðan.

Halldóra Guðmundsdóttir, móðir Garibalda, gerði myndina „Öskuró“ framan á sjónbaugum en Hrafn Karlsson, mágur Garibalda, tók ljósmyndina á baksíðu bókarinnar. Halldóra byrjaði að mála eftir að heilsu hennar fór að hraka verulega á efri árum, tók þátt í nokkrum námskeiðum fyrir eldri borgara en hélt aldrei sýningu á verkum sínum. Halldóra lést sumarið 2003.

Baldvin Baldvinsson, bróðir Garibalda, hefur léð nokkrar myndir, m.a. kápumyndir á Blóð á striga og Íslandslag.

Garibaldi hefur sjálfur hannað allar kápur og útlit ljóðabóka sinna, þar á meðal helgust og smávinir fagrir foldarskart, og unnið aðrar myndir á þeim, t.d. teiknaði hann og skrifaði framan á kápu Vegferðar í myrkri, vann mynd framan á mátti borgin ekki vera rúðustrikað blað og aftan á Íslandslagi, og tók ljósmyndir framan á bókunum órans vængir og drengmóður.