órans vængir

Órans vængir skiptist í fjóra kafla og fjalla um ýmsa óra, myndlist og tækni.
Fyrirbærið dárabátar er aldagamalt og fólst í að í evrópskum borgum var fólk sem sagt var tala tungum eða vitleysu flutt á sérstökum bátum burt frá hinni viðkvæmu byggð og menningu hennar út í náttúruna, sem lengst í burtu. Þetta var síðar einnig gert við geðsjúka og holdsveika. Einn kafli bókarinnar heitir „dárabátar“ og rennur það minni um flest ljóð bókarinnar til að efla kenndina um hið undarlega, ótrúlega og það sem gengur gegn hefðbundnum skilningi á menningu. Michel Foucault fjallar nokkuð um þetta myndmál, t.d. í bókinni Útisetur. Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenn­­ingar (Matthías Viðar Sæmundsson ritstj., þýð. Ólöf Pétursdóttir og Garðar Baldvins­son, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1998).


93 bls. Útgefandi GB útgáfa 2006.

Mynd á kápu: Garibaldi.

Verð kr. 2.490.- Kaupa 

Dárabátur (Stultifera Navis) var þýtt á latínu 1497 en sumar tréristurnar í bókinni kunna að vera eftir Albrecht Dürer.

Dárabátur.
Titilsíða útgáfunnar frá 1549.

Dárabátur
eftir Hieronymus Bosch, 1490-1500
Olía á við
Stærð: 58 cm × 33 cm
Staðsetning: Louvre, Paris.

Dárabátur (nútímaþý. Das Narrenschiff, lat. Stultifera Navis, á miðaldaþý. Daß Narrenschyff ad Narragoniam) er skopleg táknsaga sem skrifuð var á þýsku og gefin út 1494 í Basel í Sviss og var höfundur  húmanistinn og guðfræðingurinn Sebastian Brant. Frægust er þessi bók fyrir dárabátana en hún var þýdd á fjölda tungumála. Bókin var þýdd á fjölda tungumála og er frægust fyrir lýsingar á dárabátum. M.a. er sagt frá því hvernig yfirvöld fluttu geðveikt fólk burt úr samfélaginu út í óbyggðir og jafnvel til annarra landa eftir fljótum Evrópu með skipum sem á íslensku hafa verið kölluð dárabátar.

Hugmyndin um fíflsskap var oft notuð fyrir siðskiptin til að gera gagnrýni hærra undir höfði. Myndmálið notuðu t.d. þeir Erasmus frá Rotterdam í Lofi heimskunnar frá 1509 (þýð. 1990) og Marteinn Lúther í bókinni Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar. Um siðbót þeirrar kristilegu stéttar árið 1520  (þýð. 2012). Við konungshirðir var fíflum einatt leyft að segja nánast hvað sem er. Í þessum anda leyfðist Brant að skrifa snarpa gagnrýni á kirkjuna og Lútheri að gagnrýna aðalinn. William Shakespeare notaði iðulega fífl í leikritum sínum en frægast er það líkast til í verkinu Lér konungur.

Ljóðin voru upphaflega ort í tilraunaskyni út frá gömlum hugmyndum um að fanga umhverfishljóð og myndir inn í ljóðlínurnar. Skáldið teiknaði einnig myndir inn í drögin og fylgja þær hér að gamni á víð og dreif.