Blóð á striga er safn þýðinga á ljóðum eftir ensk og bandarísk skáld ásamt einu írsku. Í ljóðunum birtast fyrirbæri eins og tækni, borgir og skipulag með blæ hins náttúrulega. Vegrið við þjóðveg verða svuntur og reynt að troða ávölum kvenlíkama í ferhyrndan kassa. Togstreita náttúru og tækni er fyrirferðarmikil.
Höfundarnir eru William Wordsworth, Walt Whitman, Emily Dickinson, D.H. Lawrence, e.e. cummings, Langston Hughes, Stanley Kunitz, Elizabeth Bishop, Gwendolyn Brooks, Charles Bukowski, Allen Ginsberg, Adir Red, Mary Oliver, Lucille Clifton, Diane Wakoski, Quincy Troupe, William Heyen, Latif Asad Abdulla, Christopher Nolan, Julia Copus og Natasha Le Bel.
93 bls. Útgáfuár 2008.
kr. 2.450