Faðerni og fleiri sögur

Faðerni og fleiri sögur inniheldur 22 smásögur um margvísleg efni, sumar raunsæislegar og aðrar nýstárlegar að gerð.

Sögusvið er t.d. sjórinn, fiskvinnsluþorp, Reykjavík, Kína, Sri Lanka, Vancouver og heimskautasvæðin sem Vilhjálmur Stefánsson kallaði undursamleg en hann kemur aðeins til tals í einni sögunni. Nokkrar sagnanna eru bréf, þar á meðal þrjú bréf frá Charles Darwin til Emmu frænku sinnar sem varð síðar eiginkona hans. Efniviður sagnanna er allt frá dauða barns til skilnaðar foreldra og samskipta eftir það, reynslu af leghálskrabbameini og áramótasprengingum til samskipta barnaníðings við ástarviðfang sitt og jafnvel samband prests og dóttur hans.

260 bls. Útgáfuár 2015.

kr. 3.250