
Í sjónbaugum (2000) ber meira á hugleiðingum um myndir sem fyrirbæri en einnig er þar í auknum mæli leikið með tungumálið og hljóm þess. Fjallað er um átakamikla reynslu af að missa ástvin fyrir borð í sjóinn en einnig dregnar upp myndir af fögru landslagi og glímt við tímann. Handritið hlaut sérstaka viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar.
Ljóðin skiptast í 5 kafla og fjalla m.a. um landslag í Kanada og á Íslandi, um tímann og dauðann, um samband manns við aðrar manneskjur, kynhneigð og firringu.
93 bls. Útgefandi GB útgáfa 2006.
Mynd á kápu: Garibaldi.
Verð kr. 3.950.- Kaupa
„Það er eins og allt sé á óreiðukenndri hreyfingu, myndmál, hugmyndir og heildarsýn ... Um sumt minnir þessi aðferð höfundar á ósjálfráða skrift súrrealista ... Garðar er vel að viðurkenningu dómnefndar um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
