sjónhimnur

sjónhimnur kom út 1997, eftir langt hlé hjá höfundi.
Ljóðin fjalla mörg um ferðalög eða dvöl í Kanada og lýsa staðháttum. Einnig eru önnur ferðalög undir. Þykir skáldinu landslag í Vancouver minna um sumt á íslenskt landslag, t.d. kallar fjallið Grouse Mountain fram mynd af Rjúpnaheiði við Reykjavík. Stundum er vísað í eldri bókmenntir eins og í ljóðinu „perúskra“ þar sem blandast saman gíslataka í japanska sendiráðinu í Perú og línur úr kunnu ættjarðarljóði Stephans G. Stephansson, „Úr Íslendingadagsræðu“ sem hefst á hinni frægu hendingu, „Þó þú langförull legðir“.
Verð kr. 3.450.–
„lesandinn fær að skyggnast á bak við þetta myndavélarauga og skynjar þá vitund um lifandi veru sem upplifir umhverfi sitt með athygli og af ríkri tilfinningu. Það eru einkum þessi mikilvægu tengsl ytri og innri skynjunar sem mynda stoðirnar í ljóðum Garðars. ... Í miðhluta bókarinnar, ópersónulegum sögnum, er dregin upp mynd af ferðalagi og búsetu ljóðmælandans í Ameríku. Í þeim hluta nær tjáning hans mestu flugi og hraða og minnir á eitthvað sem kallast gæti vegaljóð.“
