sjónhimnur

sjónhimnur kom út 1997, eftir langt hlé hjá höfundi.

Ljóðin fjalla mörg um ferðalög eða dvöl í Kanada og lýsa staðháttum. Einnig eru önnur ferðalög undir. Þykir skáldinu landslag í Vancouver minna um sumt á íslenskt landslag, t.d. kallar fjallið Grouse Mountain fram mynd af Rjúpnaheiði við Reykjavík. Stundum er vísað í eldri bókmenntir eins og í ljóðinu „perúskra“ þar sem blandast saman gíslataka í japanska sendiráðinu í Perú og línur úr kunnu ættjarðarljóði Stephans G. Stephansson, „Úr Íslendingadagsræðu“ sem hefst á hinni frægu hendingu, „Þó þú langförull legðir“.

Verð kr. 3.450.–

Kaupa