drengmóður (2007) fjallar um bernsku skáldsins og kallar upp gamlar slóðir þar sem borg og sveit mætast í bæjarlandinu ekki síst í kringum Elliðaár og hraunið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
     Ljóðin rifja upp bernskutíð skáldsins og draga fram myndir af Reykjavík, ekki síst mótum borgar og sveitar, yss og kyrrðar, en einnig hættur vatnsfalla og hrauns. Guðstrú fær hér meira rúm en í fyrri bókum. Vísað er í margvíslega atburði í heiminum, t.d. geimkapphlaup og lendingu á tunglinu, morð frægs fólks og fleira.
     Í ljóðum er einnig fjallað um ofbeldi af mörgumtoga innan fjölskyldunnar og einelti gagnvart henni. Drengjakollur ömmu skáldsins kallast svo t.d. á við David Bowie og málmtónlist.

Útgefandi GB útgáfa 2007
105 bls.
Garibaldi
tók myndir á kápu og hannaði bókina alla.