Fuglar í búri

Fuglar í búri. Ljóð eftir afrísk-bandarísk skáld geymir 68 ljóð eftir 31 afrísk-bandarísk skáld og eitt þjóðkvæði frá 19. öld. Skáldin eru 17 karlar og 14 konur. Elsta ljóðið er fyrsta ljóðið eftir skáld af afrískum uppruna sem birtist á prenti árið 1760 en það yngsta er frá árinu 2017. Skáldin í bókinni hafa flest verið í fremstu röð afrísk-bandarískra skálda og vakið athygli um allan heim.

Afrísk-bandarísk ljóðagerð geymir merkilega og fagra strauma frá munnmælasögum og listum Afríku, um sögur ánauðugra og frjálsra í leit að fyrirmyndum, um sögur baráttufólks fyrir mannréttindum og af ágreiningi um aðferðir, til samtíma okkar þar sem möguleikarnir virðast ótal margir. Fyrirmyndirnar eru illar og góðar, vísa réttan veg og rangan, skapa bjargræði frelsunarinnar en um leið kvöl og pínu krossberans. Umfram allt snúast ljóðin um að líf svartra skipti raunverulega máli.

Nánar hér.

203 bls. Útgáfuár 2021.

Garibaldi ehf býður 50% opnunarafslátt út október 2025.
Til að virkja afsláttinn þarf að velja „coupon“ þegar gengið er frá pöntun og slá inn „opnun“ í viðeigandi reit og ýta á enter, og þá reiknast sjálfkrafa 50% afsláttur áður en gengið er frá greiðslu. Muna að haka við samþykki skilmála neðst á afgreiðslusíðunni.

kr. 4.350