höfðaborg

Í höfðaborg dregur Garibaldi m.a. fram myndir af fjölskyldu sinni, börnum, föður, ásamt afa og ömmu sem bjuggu í Höfðaborg í Reykjavík sem laun fyrir forstöðu Verkamannaskýlisins við Tryggvagötu í aldarfjórðung. Einnig eru nokkur ljóð um konur, m.a. um Júlíönu Jónsdóttur í einsemd sinna erfiðu daga í Kanada og Bandaríkjunum, um hríð ekki fjarri þeim slóðum sem Garibaldi dvaldi á við nám. Veröldin er flestum persónum ljóðanna framandi, jafnvel á heimaslóðum.
Hér fjallar skáldið um fjölskyldumeðlimi sína, föður, afa, börn og bróður, auk almennari ljóða.
Bókin geymir einnig þýðingu á ljóðabálkinum Draugaveiki eftir bandaríska skáldið Luis Alberto Urrea. Bálkurinn kom fyrst út 1996.

4 kaflar auk þýðingar. 96 bls. Útgáfuár 2005.

Helgi Örn Helgason myndskreytti.

kr. 3.950