Íslandslag

Íslandslag. Íslensk-kanadískar bókmenntir frá 1874 til nútímans er safn ljóða, smásagna og skáldsagnakafla eftir íslenska innflytjendur til Kanada og afkomendur þeirra allt frá árinu 1870 þegar vesturferðir hófust fyrir alvöru frá Íslandi.

Strax við komuna til Vesturheims þurftu Íslendingarnir að endurskoða heimssýn sína, tungumál og menningu. Í bókmenntum urðu líka miklar breytingar, t.d. kom borgin með mannhafi sínu og firringu miklu fyrr inn í bókmenntir vestanhafs en hér á landi.  Einnig fengu hversdagslegir hlutir eins og rósin nýja merkingu.
Fáfræði Ameríkumanna um Ísland birtist t.d. í spurningum um Íslendinga sem eskimóa og hvort þeir hafi komið alla leið með lest. Skáldin tjá ást sína til Íslands og Kanada og fjalla um örlög þeirra sem minna máttu sín. Saga Íslendinga í Vesturheimi býr yfir mikilli fjölbreytni sem kemur vel fram í bókmenntum þeirra.

19 höfundar. Ritstjóri: Garðar Baldvinsson. 381 bls. Útgáfuár 2006.

kr. 5.150