Söngur regns og grafar

Í Söng regns og grafar leitast bretónska skáldið Xavier Grall við að endurheimta þjóðerni sitt og baráttuna við skilningsvana franskt yfirvald og gleymskuna sem ógnar brentónskri menningu. Grall var blaðamaður, rithöfundur og skáld. Hann fæddist 1930 á Bretaníuskaga og lést þar langt fyrir aldur fram 1981. Grall taldi sig hafa verið svikinn um föðurarf sinn þar sem honum, eins og öðrum Bretónum þess tíma, var meinað að tala bretónsku. Ljóðlist Gralls var uppgötvuð, ef svo má segja, að honum látnum og þykir hann nú einna merkastur bretónskra skálda sem ritað hafa á frönsku.

126 bls. Útgáfuár 2007.

Garibaldi ehf býður 50% opnunarafslátt út október 2025.
Til að virkja afsláttinn þarf að velja „coupon“ þegar gengið er frá pöntun og slá inn „opnun“ í viðeigandi reit og ýta á enter, og þá reiknast sjálfkrafa 50% afsláttur áður en gengið er frá greiðslu. Muna að haka við samþykki skilmála neðst á afgreiðslusíðunni.

kr. 2.450