Steinarnir hrópa

Höfundurinn Hikaru Okuizumi er fæddur 1956 á Yamagata í Japan. Hann hefur skrifað fjölda skáldsagna og hlotið margvíslegan heiður í heimalandi sínu. Skáldsagan  Steinarnir hrópa hlaut hin virtu Akutagawa verðlaun í Japan, en þau eru ein mesta upphefð sem rithöfundi getur hlotnast þar í landi.

Aðalpersóna bókarinnar, Tsyoshi Manase, er steinasafnari sem hefur barist í seinni heimsstyrjöldinni með Hinum keisaralega her Japans. Minningar úr stríðinu ásækja Manase þegar hann verður fyrir ofbeldisfullri reynslu löngu síðar. Sagan er í senn átakanleg og skáldleg lýsing á  starfsemi minnisins og baráttu mannsins við að staðsetja sig í veruleikanum.

127 bls. Útgáfuár 2007.

Garibaldi ehf býður 50% opnunarafslátt út október 2025.
Til að virkja afsláttinn þarf að velja „coupon“ þegar gengið er frá pöntun og slá inn „opnun“ í viðeigandi reit og ýta á enter, og þá reiknast sjálfkrafa 50% afsláttur áður en gengið er frá greiðslu. Muna að haka við samþykki skilmála neðst á afgreiðslusíðunni.

kr. 3.950