Garibaldi ehf opnaði vefverslun 26. sept. 2025 og býður 50% afslátt af öllum bókum út október 2025. Dismiss
Skip to contenthelgustur (2020) fjallar um ævi manns sem lendir á glapstigum sem barn og er sendur í sveit á nokkra bæi þar sem margvíslegt ofbeldi er allsráðandi. Kynferðisofbeldið brenglar hugmyndir hans um tengsl kynjanna og lífið almennt eru allbrenglaðar.
Þegar hann kemur aftur til borgarinnar reynir hann t.d. að nauðga móður sinni. Hann ræður sig á sjóinn og hjálpar bróður sínum um pláss á bátnum. Fer þó svo að maðurinn fellur útbyrðis og deyr fyrir framan augun á bróður sínum. Eru lýsingar á þessum afdrifaríku atburðum óvægnar og á stundum mikilfenglegar.
Bókin er áfellisdómur yfir vistheimilakerfinu þar sem börn voru látin dvelja sem allra lengst frá ástvinum og fjölskyldum árum saman án nokkurra flóttaleiða.
Mynd á kápu er unnin af Garibalda útfrá vetrarplómutré, kínverskum 100 yuana seðli með mynd af Mao Zedong, hluta af búningi frá Kínversku óperunni í Peking með dreka að elta eldhnött og loks „Dauða Eggerts Ólafssonar“ á koparristu eftir I. Haas, 1769.
7 kaflar. 104 bls. Útgáfuár 2020.
kr. 4.150