órans vængir

órans vængir (2006) er ljóðrænt myndasafn af hugsunum og sýnum sem gætu jafnvel kallast órar, ímyndanir án tengsla við hefðbundinn veruleika. Jafnframt er vikið að einangrun þeirra sem taldir eru veikir á geði, en einnig harkalegri meðferð samfélagsins á listafólki sem ekki fellur að viðurkenndum hugmyndum. Fjallað er um ýmsa óra, myndlist og tækni. Fyrirbærið dárabátar er aldagamalt og fólst í að í evrópskum borgum var fólk sem sagt var tala tungum eða vitleysu flutt á sérstökum bátum burt frá hinni viðkvæmu byggð og menningu hennar út í náttúruna, sem lengst í burtu. Þetta var síðar einnig gert við geðsjúka og holdsveika.

4 kaflar. 70 bls. Útgáfuár 2006.

kr. 3.450