Ljóð bókarinnar byggja á reynslu skáldsins, einkum úr bernsku, og reynslu listakonunnar Rósku sem hét fullu nafni Ragnhildur Óskarsdóttir. Inn í þessa reynsluheima blandast atriði úr stjórnmálasögu síðari hluta 20. aldar, innlend en einkum erlend.
Ljóðin vefa saman minningar skáldsins og efni úr reynslu listakonunnar Rósku sem er ávörpuð í næstum hverju ljóði. Byggir það efni á bókinni Róska sem kom út árið 2000 og Hjálmar Sveinsson ritstýrði en Nýlistasafnið gaf út.
Róska var fyrst og fremst myndlistarkona en gerði einnig kvikmyndina Sóley (1978-1981) sem byggir á íslenskum þjóðsögum. Hún var róttæk í stjórnmálum og barðist með femínistum, vinstra fólki, stjórnleysingjum og jafnvel hryðjuverkasamtökum. Hún tók virkan þátt í stjórnmálalífi í Reykjavík með gjörningum, sýningum, viðtölum, greinum, mótmælum og fleiri aðgerðum.
7 kaflar 48 tölusettra ljóða. 108 bls. Útgefin 2003.
kr. 3.950