Garibaldi

skáld – fræðimaður – þýðandi

 Garibaldi er skáldanafn Garðars Baldvinssonar. Hann er fæddur 1954 og hefur starfað sem rithöfundur frá árinu 1982 en hann endurfæddist til nýs lífs eftir sviplegt fráfall tveggja bræða sinna vorið 1980 og fór þá að elta drauma sína um menntun og ritstörf.

Garibaldi hefur gefið út 9 ljóðabækur sem beint og óbeint fjalla með ýmsu móti um þessa erfiðu reynslu sem og ferðalög hans innanlands og utan. Hann hlaut styrk úr Höfundasjóði Rithöfundasambands Íslands vorið 2019 til að ljúka við ljóðabókina smávinir fagrir foldarskart sem kom út í nóvember 2019. Handrit hans að sjónbaugum hlaut sérstaka viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar árið 2000.

Garibaldi hefur einnig gefið út m.a. smásagnasafn, fræðigreinar og bók með efni vestur-íslenskra höfunda allt frá upphafi vesturferða.

Ljóð Garibalda þykja minna á ferðaljóð þar sem mikið vald á tungumálinu og myndmáli ríkir ofar öðru. Oft er ort um náttúru og tækni, margbreytileika borgarlífsins, og samband fólks í millum. Í smásögum hans sýnir hann mikla innsýn í samskipti kynjanna, bæði almennt og á sviði kynlífsins, en efnið er fjölbreytt.

Garibaldi er stoltur faðir þriggja barna sem nú eru um þrítugsaldur. Um aldamótin gerðist hann baráttumaður fyrir réttindum feðra og barna til eðlilegra samskipta. Í framhaldinu vakti hann athygli sem skeleggur talsmaður á þessu sviði og var um nokkurra ára skeið formaður Félags ábyrgra feðra (nú Foreldrajafnrétti). Garibaldi hefur skrifað greinar og bækur um þessi mál en einnig er föðurhlutverkið og barátta hans við það mikilvægt efni í skáldskap hans.

Garibaldi er MA í samanburðarbókmenntum frá University of British Columbia í Vancouver í Kanada. Upp úr aldamótum vakti Garibaldi athygli fyrir skelegga baráttu fyrir málefnum barna og feðra þegar hann var formaður Félags ábyrgra feðra sem nú heitir Félag um foreldrajafnrétti.