Alsæi

Michel Foucault: Alsæi, vald og þekking. Úrval greina og bókakafla. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. 2005.
240 bls.

Ritstjóri: Garðar Baldvinsson

Eftirfarandi greinar og kaflar Foucaults eru þýdd í ritinu:

Lagsmeyjarnar
Hvað er höfundur?
Líkami hinna dæmdu
Alsæishyggja
Við hinir, viktoríumenn
Bælingartilgátan
Nietzsche, sifjafræði, saga

Michel Foucault var einn áhrifamesti hugsuður heims á sviðið mann- og félagsvísinda síðari hluta 20. aldar. Í bókum sínum fjallaði hann um það hvernig nútíminn væri skilgreindur, um forsendur hans og virkni. Foucault mótaði nýja aðferðafræði og hugsunarhátt, ekki síst með bókum sínum um fangelsismál og kynhneigð, og fór þar langt út fyrir flestar fyrri hefðir.
     Viðfangsefni Foucaults voru margvísleg og falla undir mörg fræðasvið, t.d. heimspeki, sagnfræði, sálfræði, málvísindi og bókmenntafræði.
     Meginkenningar hans lúta að tengslum valds og þekkingar, sem og orðræðukerfum í vestrænni hugsun. Hann gagnrýndi mjög félagslegar einingar sem ganga út frá samsemd og heildstæðni, ekki síst allt sem varðar kynhneigð og einskorðun hennar.

Formáli ritstjóra: „Alsætt líkamsvald. Um Michel Foucault“ eftir Garðar Baldvinsson.

Í grein eftir Þröst Helgason í Lesbók Morgunblaðsins 4. feb. 2006, bls. 11, „Að hugsa öðruvísi“ segir m.a.:

„stórgóður inngangur Garðars Baldvinssonar um kenningar Foucaults ætti að veita hverjum sem er aðgang að [„Nietzsche, sifjafræði, saga“] eins og öðrum textum í bókinni“.