Sögunarkarl

Sögunarkarl, goðverur, sjálf. Greinar um bókmenntir.  GB útgáfa. 2015.
349 bls.

Höfundur: Garðar Baldvinsson.

Mynd á framhlið Helgi Örn Helgason.

14 greinar auk ritdóma um bókmenntir, íslenskar og vestur-íslenskar. Efnisyfirlit er hér.

 

„Vestur-Íslendingar stigu á land í nýjum heimi er vestur kom og þurftu að finna sér nýjar aðferðir við að tjá sig og þann nýja veruleika sem blasti við þeim í framandi aðstæðum. Bókmenntir íslensku nýbúanna þróuðust um margt öðruvísi en gerðist heima á Íslandi, bæði um efni og efnistök. Þegar vestur-íslenskir rithöfundar voru að kljást við nýjan veruleika og mörk tungumálsins voru höfundar hér á Fróni að færa út landamæri málsins í aðrar áttir en handan hafsins. Er í bókinn mest rætt um Jóhann Magnús Bjarnason, Guðrúnu Helgu Finnsdóttur, Lauru Goodman Salverson og Kristjönu Gunnars sem færir þessar bókmenntir inn á svið póstmódernisma með því t.d. að flækja tengsl tungumáls, veruleika og sjálfs, og að taka upp myndmál púsluspilsins sem eldri höfundar ýjuðu að snemma á 20. öld.
     Módernismi og síðar póstmódernismi síuðust inn og stundum með rykkjum bæði í íslenskar og vestur-íslenskar bókmenntir.
     Á sjöunda áratugnum var óvenjumikil gróska í sagnagerð hér á landi með höfundum eins og Ástu Sigurðardóttur, Guðbergi Bergssyni og Svövu Jakobsdóttur sem kollvörpuðu hefðbundnum hugmyndum um hvað væri saga og bókmenntir. Síðar urðu frekari umskipti í ljóðagerð með skáldum eins og Sigfúsi Bjartmarssyni og Gyrði Elíassyni sem líkja veruleika samtímans við tölvuleiki.“

 

Garðar Baldvinsson. Formáli.