Sporin

Spor í bókmenntafræði 20. aldar. Frá Shklovskíj til Foucault. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. 1991.
226 bls.

Bókin hefur að geyma þýðingar á 10 ritgerðum sem tíðindum hafa sætt í vestrænni bókmenntaumræðu:

Viktor Shklovskíj: Listin sem tækni. Þýð. Árni Bergmann
T.S. Eliot: Hefðin og hæfileiki einstaklingsins. Þýð. Matthías Viðar Sæmundsson
Claude Levi-Strauss: Formgerðargreining goðsagna. Þýð. Gunnar Harðarson
Roman Jakobson: Tvær hliðar tungumálsins: myndhvörf og nafnskipti. Þýð. Kristín Birgisdóttir og Nanna Bjarnadóttir
Julia Kristeva: Orð, tvíröddun og skáldsaga. Þýð. Garðar Baldvinsson
Jacques Derrida: Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna. Þýð. Garðar Baldvinsson
Umberto Eco: Um möguleikana á því að mynda fagurfræðileg boð á edenskri tungu. Þýð. Guðmundur Andri Thorsson
Roland Barthes: Dauði höfundarins. Þýð. Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir
Roland Barthes: Frá verki til texta. Þýð. Guðlaug Richter
Michel Foucault: Skipan orðræðunnar. Þýð. Gunnar Harðarson

Auk þess er Formáli eftir Garðar Baldvinsson.

Hægt að nálgast þrjár greinar úr bókinni hér fyrir neðan í pdf formi með því að smella á titlana:

Garðar Baldvinsson: Formáli.
Julia Kristeva: Orð, tvíröddun og skáldsaga.
Jacques Derrida: Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna.

Ritstjórn: Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir.